Söngur hafsins
Í sandinum sátum við,
og sýndum hvort öðru blíðuhót.
Þar fundum við frið,
frammi fyrir hafsins öldurót.

Við horfðum á hafið bærast,
og kæta ástfangin hjörtu,
og leyfðum mánaskininu að nærast
á ástinni okkar björtu.

Söngur hafsins gleymist seint,
slíkur var hans kraftur.
Raunalega höfum við ekki reynt
að ryfja hann upp aftur.







 
Þ.j.
1965 - ...


Ljóð eftir Þ.j.

Húsið og ég
Óður til jarðar
Að elska er einfalt
Stjörnur
Fegurð
Þingvallarljóð á Jónsmessu
Söngur hafsins
Ljóðið til Evu
Ég
Ljóð um konu
Barn undir belti
Barn undan belti
Hey Guð!!
Börnin mín
Þegar ég var
Móðir mín
Systkini mín
Þögult hróp