Blossi
Hann kom eins og blossi
Hver er þetta
Sem smelltir á mig kossi

Ég lifnaði öll við
Lét mig hverfa
Og setti þetta á bið

Hræðsla greip mig alla
Það var eitthvað sem tengdist honum
Sem virtist á mig kalla

Ákvað því að slá til
Eins og það hafi verið örlög
Og það ég núna skil

Öll framtíðin er óljós
En það birtist
Í lífi mínu skært ljós

Vitandi hvað myndi gerast
Lét mig slaka á
Og með vindinum berast

Þó við vitum ekki hvert stefnan er
Er ánægð að hafa hitt þig
Því ég er breytt hvernig sem fer.
 
Berta Björg Sæmundsdóttir
1981 - ...


Ljóð eftir Bertu

Í annað sinn
Ég í dag 9. janúar 2004
Vinur minn
Blossi