ÖMURLEG ÖRLÖG


Ég ólst upp í vosbúð og vesölum heimi,
þar sem vorið er hvergi að sjá.
Pabbi var stöðugt á stanslausu geimi,
hann vildi mig ekki sjá.

Ég reyndi að verða stór og sterk,
en vonleysi og skítur bugar mann.
Reyndi ég einhverju að koma í verk,
var mér tjáð að ekkert ég kann.

Ég fór að vinna við saltfisk og slor,
en vegna þrælkunar hraktist á brott.
Mót hungri og sora greikkaði spor,
það var betra en háðung og spott.

Ég höndina kreppi um gullnar veigar,
legg varir við blautan og hlýjan stút.
Vöðvar og vit, löngum það geigar.
Ég veit fara á undan mér fæturnir út.

Ég ákalla Drottin, grafin og dauð,
í fúnum beinum lítinn fæ frið.
Í holdlegu lífi gekk ég um snauð,
nú grafin í moldu gefið mér grið.

Síðan hrópaði hún úr gröfinni:

Hárið er horfið, úldin og blá.
Í líkkistu árum saman lá.
Kjöt frá beini kasúldið
og kistulokið maðksmogið.

Höfuðkúpan orðin gul og ber.
Ormar á líkamsleifunum gæða sér.
Fataræflar fyrir löngu horfnir.
Svona verða þeir, sem til moldar eru bornir.

Breiðavík 1975
 
Baugalín
2000 - ...


Ljóð eftir Baugalín

BÖLBÆN
ÖMURLEG ÖRLÖG
Biblíuljóðið
Dómurinn