Andvökunótt
Ég ligg
hér einn í myrkrinu.
Ég sé
frostrósirnar blómstra á rúðunni.
Ég hugsa
til æsku minnar, þá
sá ég
þær blómstra svo fallega.
En nú
tákna þær kulda og vanlíðan.

Ég hlusta
eftir marrinu í rúmi þínu.
Þú hreyfir
þig ótt og títt. Ætli
þú sofir
illa? Eða er þetta tilviljun?
Ég heyri
þig hvísla nafn mitt þar
sem þú
sefur í næstu íbúð.  
Unnar
1975 - ...


Ljóð eftir Unnar

Röddin
Hver hlustar?
Fótatak
fjörðurinn
Handan hafs
Andvökunótt
Faðir minn.
Prímtölurím
Ást um lágnættið
Í Land Rover
Sjóferð
14. apríl 2005
Um nótt.
Freistingar
Vík á brott
Veikindavísa
Væl í vindi
Grillveisla
Kaffi?
Vinna
Leoncie
Regnið
Dagur á enda
Örlög