Lýðræði er það horfið?
Á Íslandi eru boð og bönn
lög eru sett á allt og alla,
fólkið fyrir það líður önn
máttur frelsisins er farið að falla

Eftir margra ára Kvöl
hefur alþýðan fengið nóg,
Davíð og hans stjórnar böl
gengur um með lygi og róg.

Hvað er fyrir fólkið gert?
það er kúgað daga og nætur,
kúgunin er bara hert og hert
að endingu undan það lætur.

Hvað hann hangir lengi
með harðstjórans óstjórn,
það væri gaman ef lágstéttin fengi
allt sem hún á þótt það kosti fórn.

Lýðræðis kjaftæði alla daga
sljóvgar hugasanir okkar,
frelsi okkar er gömul saga
því harstjórnin neitar lífið að laga.

Við verðum að rísa upp gegn valdi
sem er að drepa okkar stétt,
verkamaður er í haldi
gjaldþrot hans er ekki frétt.

Ef þú ætlar eitthvað að gera
leyfi verður að fá
að hafa eitthvað til brunns að bera
getur skuld þín orðið há.....


18/7-1995 og 11/2-2001  
Tóti Ripper
1968 - ...
Ég er að pæla er lýðræði á Íslandi?
ef svo er þá vill ég frekar einræði...
eða þannig.Í erindi tvö er ég að vitna í öryrkja kjaftaæði Davíðs


Ljóð eftir Tóta Ripper

Sjúkleiki heimsins
Lýðræði er það horfið?
Draumur sem fór
Andvökuljóð
Vonleysið kemur alltaf aftur!!!
Þjáning edrú mans.