Þvinguð, en samt ekki...
Við hittumst uppá köldum kletti.
Ég horfði á þig,
kinnarnar voru rjóðar.
Við löbbuðum saman eftir stígum forfeðra okkar.
Stígurinn varð erfiðari með degi hverjum.
Þú varst eins og djöfullinn í vondu skapi.
Ég flúði frá þínum vítis eldum,
þú eltir mig og togaðir mig til þín.
Ég var föst í greipum þínum...
Þú misstir takið,
ég flúði út í heiminn.
Þú reyndir að toga,
þú togaðir og togaðir.
Ég fel mig undir köldum kletti,
kuldinn þrengir að...
Ég hugsa um þig.
Þú kallar á mig hárri röddu,
ég svara þér með láu hvísli.
Ég sleit mig lausa,
ég finn að þú togar,
þú togar og togar.
Þú náðir taki á hjarta mínu,
ég leyfði það...
Nú er ég farin...
En takið er ennþá.
Ég reyni og reyni að losa það,
en það losnar ekki.
Ég er á leiðinni,
því að ég...
Elska þig.  
Bryndís Baldvinsdóttir
1988 - ...
Þetta ljóð samdi ég þegar að mér leið sem verst. Get ekki útskýrt það, eða hvað ég meina beint með því...
Ég orða það þannig "þetta rann úr pennanum".


Ljóð eftir Bryndísi Baldvinsdóttir

Ég blómstra með þér.
Þvinguð, en samt ekki...