Til mömmu
Þú sem átt mig
átt það skilið,
þú tókst mig upp
þegar ég grét,
faðmaðir mig,
sagðir mér að þú
elskaðir mig,
af öllu hjarta,
tókst í hönd mína
þegar ég þurfti,
þurfti á styrk að halda,
ég hafði þig
hafði þig alltaf,
ég gat treyst þér,
ég gat vitað af þér,
ég fann fyrir þér,
mamma þú ert sú
sú sem styrkir mig
enn í dag,
mamma,
ég er alveg eins og þú
sjáðu!

 
Erna
1992 - ...


Ljóð eftir Ernu

Áhyggjur
Hlátur
Draumur
Þú og ég
Hver
Gleði yfir þessum deigi
Til mömmu
Andstæður
Óttinn