Minningar.
Lífið svo ljúft,
leikur við mig.
Hjartað svo heitt
hugsar um þig.
Ástin svo áköf
á þig kallar.
heyri þig hvísla
er höfði hallar.
"Elskan mín eina,
ekki fara"
sé ekki sál þína,
"viltu svara?"

-Góði Guð viltu gefa henni tíma
til að búa sig undir eilífðina.  
jónbjörg
1984 - ...


Ljóð eftir Jónbjörgu

Amma.
Raddir
Fangi ástarinnar.
Minningar.
Bænin hans Sindra
Þú.
Vindar Ástarinnar
Fundin
löngun og þrá