Tímastillt augu
I

Allur dagurinn líður hjá
augun bíða
og bíða
eftir að myrkrið skelli á
þá loksins munu þau skína
og lýsa upp tilveruna
beina vatninu í réttan farveg
þau sjá aðeins stutta stund
því sumarið geymir annað auga

II

Nóttin er löng
snjórinn hylur augun
en þau skína gegnum kornin
ljósið skýst á milli myrkursins
starf augnanna er langt
en þeim er vel stjórnað
þau halda út í myrkrið
með birtu að vopni
seint að morgni fjara þau út
og bíða þangað til lífsins augu sofna

þá fara þau aftur á kreik
og horfa á okkur  
öskubakki
1983 - ...


Ljóð eftir öskubakka

Fölur strætisvagn
Tímastillt augu
Skilningur grunnhyggna mannsins
Tillfinning
Spegilmynd