Augu steina
Gráum, ljósgráum fjörusteinum
sortnar
í hljóðu regninu
- nema báran
drepur titlinga
framan í grásprengdan himin.

Sem umli haf
hér lengst inni í lygnum
afkima vogsins.

Ó haf!

Haf biðlund
enn um stund.

Mér blæðir söknuði
meðan steinum þínum vöknar
 
Hrafn Andrés Harðarson
1948 - ...


Ljóð eftir Hrafn Andrés Harðarson

Týnda ljóðið
Augu steina
Haust
De Profundis
Blængar blámans
Ekkert rugl þar