Í búri
Þó ég vilji frelsi
þó ég vilji geta gert allt
sem mig langar
- þegar mig langar
þó ég vilji njóta ásta
á götuhorni
- með ókunnugum manni
þó ég vilji upplifa
heiminn
- á eigin spýtur
þó ég vilji fara
án skýringa
án leyfis
án kveðju

þá er svo sárt
að sleppa

og ég rígheld í það
sem er ekki lengur til.  
Gullbrá
1986 - ...


Ljóð eftir Gullbrá

Söknuður
hafið
Í búri
Brenna
Baiser volé
Brotabrot
Augun
Aftaka
Hvunndagshetjan
Vítahringur
Draumaprins
Lítið ljóð um líf eftir dauðann
Fullnæging
Í gullnum ljóma
Lífsblóm I
Ættjarðarljóð (náttúruprósi)