Kópavogslækurinn
Heill þér aldna eðjufljót
sem úrganginn mannanna ber
með virðingu ég nú vinahót
votta í hrifningu þér.

Fyrir tilvist og trúmennsku þakka þér þarf
og þjónustu meðan aðrir blaðra
því hvað er fegurra og frómara starf
en að fórna sér fyrir aðra?

Um aldir að hlusta á karlanna kýt
og kvennanna tal um hégóma
og bera svo í auðmýkt skarn þeirra og skít
en skera upp slæma dóma.

Nei Kópavogslækurinn keikur og vís
kann af biturri reynslu að þreyja
því hann veit að á endanum aftur upp rís
hans orðstír sem aldrei mun deyja.

Er á góðviðrisdegi í léttleika lónar
og leikur við steina og börð
þá heilagir berast hörputónar
þessa himneska tákns hér á jörð.
 
Þorsteinn Óttar Bjarnason
1966 - ...


Ljóð eftir Þorstein Óttar Bjarnason

Hvað er ást?
Vargá
Þjófar á nóttu
Ástarfleyið
Kópavogslækurinn
Tóbak
Vonlaus vakt
Alltaf á ferðinni
Kaffi í höfnina
Heitur blástur
To a beautiful stranger
Rýr lamadýr
Lone star
Drykkjuvísa
Óendanlega
Drottning ljónanna
Frjáls álagning
Flæðarmál
Spaðahjörtu
Spretthlaup
Vinur
Í ræsinu við Rauðará
Einu sinni var í Ameríku
Jólakveðja
Blóðrjóður
Fiðrildi
Daufar sálir
Örendis
Nýársdagur
Bernskuminning
Rakarinn á ströndinni