Seinna
Kyrrlát jörðin
sefur.
Þakin hvítu
snjóteppi.

Hlýr ljómi
næturinnar
glóir
í kuldanum.

Í hlýju rökkrinu
sit.
Umlukin fögrum
hljómum.

Sálin andar.
Brosir.

Þú ert fjarri.
Handan við hafið.

Þó.
Græt ég eigi.

Rauð
návist þín
yljar mér
í myrkrinu.

Hjartað hamast
í kinnum mínum.

Vonin brosir
í hjarta mínu.

Seinna...
 
Vala Yates
1983 - ...
Samdi þetta á sama tíma og ljóðið "Later" og eru þau þýðing á hvoru öðru. Fæddust á sama tíma..


Ljóð eftir Völu Yates

Weeping Willow
Flowers and Candy
I need your love
Their Heimar
Myrkhuginn
Traust
Plagued with Worries
Is love?
Tónafljóð
Söknuður
Someday
Soulless TV
Jólagleði
Think yourself crazy?
Chaotic Paranoia
Næturgalin
I am
The little things
The look that said
Think about me?
Sleepless Thoughts
Tárið talar
Splitting Heartache
Later
Seinna
Chaotic Paranoia II
Rússíbaninn
Rollercoaster
A lone tear
Þetta smáa
Forgetmenot
Goodbye
All/one (Blinded)
Heavy pains
Fangin?
Hugviltur
Draumveltur og vangaráðningar
Til minnis...
Hjarta tromp
Changes
Vonin í myrkrinu
Not here anymore