Töffarinn
Töffarinn teigaði dropann
Kaldur sem stál að nóttu
Feicið er kúl án brigða
Hver er hann

Hipp og kúl er æði
Buxurnar á hnjánum
Ég sjálfur, ég sjálfur
Ég digga mig, hver ert þú ?
Bjáni með andlit

Gríma töffarans
Andlit án svipa
Sannleikann felur
En hver er hann

Hvar er sannleikurinn,
Hjartað sem slær og elskar
Augun sem aðdáun veita,
Sálin sem þráir að treysta
Því þannig er hann,
Bak við grímu töffarans.
 
Ragnhildur Einarsdóttir
1967 - ...


Ljóð eftir Ragnhildi

Svona er lífið
Lítill drengur
Fyrirgefning
Hann kemur
Töffarinn