Andvaka
Þögulla en mig minnti,
herbergið sofnaði víst rétt á eftir mér.
Veit það vaknar um leið og þú.

Ég vaknaði við hávaðann,
í draumnum mínum.
Heyrðiru hann líka?

Ætlaði ekki að vekja þig,
heldur einungis leyfa augnaráðinu
að leika um þig.

Strýk lausu hendinni yfir hárið á þér.
Fel hina hendina
sem heldur ennþá í drauminn.

Ef ég byði þér,
skyldiru vilja hann líka?
 
Jóhanna Helga Hafsteinsdóttir
1976 - 2006


Ljóð eftir Jóhönnu Helgu Hafsteinsdóttur

Sumarnótt
Brot úr bláu sumri
Pirr
Nútímakona
Ekkert
Taugaveiklun
Andvaka
Fyrirgefning syndanna
í hlíðinni
Skilafrestur útrunninn
Hissa
Skref
Tvær sautján ára smástelpur
Fórnin