Kvenleikinn minn
ég er kona
hvað sem hver segir

sveigðar línur stæltra vöðva
bringunnar

falleg brjóst
hugsa ég

ég er kona
og fæði það líf
sem af mér skapast

flatur kviðurinn
frjósöm jörð
sem ekki þarf að slétta

villigras
er þar ekki nokkurt
að ráði

ég er kona
og gef mig öllum
landnámsmönnum

meðan akrarnir fölna
út við rökkurskóginn

þar rís píkan mín
sem voldugt tákn
kvenleikans

ég er kona.  
Gunnar M. G.
1984 - ...


Ljóð eftir Gunnar M. G.

Í aungvu
Guð: „gleður mig að kynnast þér“
Í andrá
Brekkukotsannáll
Rit um væntumþykju
Í vestrænni myndlist; upphafinn endapuntkur!
Um skynjun
Aðdáun
Af hverju hatið þér Akureyri, Herra Eldon?
Samræður
Ljóðrænar myndir af þér
Píkuvals
Tímaleg ástarjátning
Án titils
Mávafaraldur <i>eða</i> Kynlegir fordómar
Á krossgötum
Öðruvísi brothættur
Lýríken
"...auðvitað er þetta spurning um lífsgæði"
Kvenleikinn minn
Svo langt sem augað eygir