Vangaveltur
Ég er ringluð!
Segi eitt en meina annað.
Farin að líkjast þeim sem ég mest hata,
við erum ekki svo ólíkar ég og hún.

Hvorn á ég að velja?
Stundum er ást bara ekki nóg.
Hún stoppaði mig ekki seinast;
ég særði hann, ég veit!

Hrædd um að hlutir endurtaki sig,
ég geri honum það sama hún gerði honum;
við erum ekki svo ólíkar ég og hún.

Ég er ringluð!  
RH
1991 - ...


Ljóð eftir RH

Vangaveltur