Svona er lífið.
Haustið,
Þyturinn,
Vindurinn,
Hnúturinn í maganum.
Þegar ég tek í hendina á þér
Og leiði þig eftir laufa þöktum stígnum.
Svona á lífið að vera, á hverjum degi.


Veturinn,
Snjórinn,
Kuldinn,
Frostbitnir fingurnir,
Þegar ég tek í hendina á þér
Og færi mig nær þér til að hlýja mér.
Svona á lífið að vera, á hverjum degi.

Vorið,
Ilmurinn,
Ylurinn,
Berfætt í grasinu,
Þegar ég tek í hendina á þér
Og segist elska þig svo heitt.
Svona á lífið að vera, á hverjum degi.

Sumarið,
Hitinn,
Lognið,
Ilmurinn af blómunum,
Þegar ég tek í hendina á þér
Og segist vilja vera með þér til æviloka.
Svona á lífið að vera og svona er það.

Haustið,
Þyturinn,
Vindurinn,
Hnúturinn í maganum.
Þegar ég tek í hendina á þér
Og leiði þig eftir laufa þöktum stígnum.
Svona á lífið að vera, á hverjum degi.


Veturinn,
Snjórinn,
Kuldinn,
Frostbitnir fingurnir,
Þegar ég tek í hendina á þér
Og færi mig nær þér til að hlýja mér.
Svona á lífið að vera, á hverjum degi.

Vorið,
Ilmurinn,
Ylurinn,
Berfætt í grasinu,
Þegar ég tek í hendina á þér
Og segi þér sorgarfréttir.
Svona endar lífið, á hverjum degi.

Sumarið,
Hitinn,
Sorgin,
Síðasti kossinn,
Þegar ég kveð þig í hinsta sinn
Og tárin renna niður andlit mitt.
Svona er lífið, og ég hef sætt mig við það.  
Kristjana
1990 - ...


Ljóð eftir Kristjönu

Innileg ást
Helblár himinn
Snjókoma
Breim
Hugarórar
Girnd
ég er ekki ein
Svona er lífið.
fastur.
endastöð
.
þess virði
Viðbúið
Léttúðleg sjálfsmorðssaga