Til dýrðlegrar stúlku
Fyrir þig ég fremja myndi glæpi
ef fengi ég að dvelja æ hjá þér.
Án þín get ég ei mér hugsað lífið,
því ást til þín ég sanna í brjósti ber.

Þú minnir mig á fagran svan sem syngur
af sannri gleði um ævintýrin sín.
Ég elska þig af öllu mínu hjarta
og óska að þú verðir ávallt mín.

Ég hreifst af þér um leið og okkar leiðir
lágu saman þetta sumarkvöld.
Nú engum dylst að dýrðleg stúlka hefur
að dyrum minnar ástar lyklavöld.

Til framtíðar ég fært mér sé að horfa.
Þar farsæld ríkir - á því hef ég trú.
Því eitt ég veit, að einskis þarf að kvíða
ef einhvers staðar hjá mér verður þú.  
Steindór Dan
1987 - ...
jan. '08


Ljóð eftir Steindór Dan

Ástarljóð
Andi jólanna
Prófaljóð
Á mótum tveggja ára
Á afmælisdegi föður míns
Gömlu skáldin
Vinaminni
Þegar ellin færist yfir
Vinarmissir
Til dýrðlegrar stúlku
Vitleysingarnir
Tíminn læknar öll sár
Við Ölfusfljót
Skáldið sem hætti að yrkja
Rammgerður miðbæjarróni
Símasölumaðurinn
Íslenskir málshættir og orðtök
Þú kveiktir ást í hjarta mér
Níði snúið á íslenskt veður
Á afmælisdegi móður minnar
Ljúfsár ljóð
Eitt sinn var löglegt að drepa
Kind
Tveggja manna tal
Leikfimitími í Menntaskólanum
Sendiför
Sumarferðir
Lampalimra
Bjartasta ljósið
Á Þjóðarbókhlöðunni
Lestur undir próf í heimspeki
Misheppnað ástarkvæði
Atómljóðin
Þjóðaréttur
Jenni ríki
Þór
Vörðurinn
Ástfangið hjarta
Kveðja til Eskifjarðar
Hjólabrettavillingurinn Ólafur
Sumarlok
Árstíðaskipti
Vetrargrýla
Golfheilræði
Martröð
Evrópuréttur
Sumarstúlkan
Noregur vs. Ísland, sept 2008
Í varðhaldi jarðar
Gullbrúðkaup ömmu og afa
Hvers virði?
Best er að blunda á daginn
níþ nÁ
Bráðum
Besta ljóð í heimi
Heilræði
Ástarsonnetta
Atómljóð
Úti frýs
Til hamingju með daginn!
Parið eftir dansnámskeiðið
Náðargáfan
Minning
Til eru hús -
Menntaskólinn í Reykjavík
Michael Jackson