Þú og Við. Saman.
Þú ert sú sem kætir alla
Þú ert sú sem allir vita hver er
Þú ert sú sem enginn hugsar ljótt um
Þú ert sú sem finnur alltaf réttu orðin
Þú ert sú sem allir dá
Þú ert sú sem getur allt
Þú ert sú sem allir vilja þekkja
Þú ert sú sem gerir allt rétt
Þú ert sú sem hrífur alla
Þú ert sú sem styður alla
Þú ert sú sem engan særir
Þú ert sú sem finnur það jákvæða í öllu

En nú
ert þú
ekki hér

Og nú
ætlar þú
að treysta á okkur

Við ætlum að kæta þig
Við ætlum að finna réttu orðin fyrir þig
Við ætlum að dá þig
Við ætlum að geta þetta
Við ætlum að gera þetta rétt
Við ætlum að hrífa þig
Við ætlum að styðja þig
Við ætlum að finna það jákvæða í þessu

Þú gast það ein.
Við getum það saman.
Allt.  
Unnur
1992 - ...
Annað ljóð sem ég samdi eftir að vinkona mín lenti í bílslysi og mér fannst allt vera ómögulegt.


Ljóð eftir Unni

EF
Þú og Við. Saman.