Ljós og skuggar
Ljós og skuggar skrýða langar götur
í skjóli nætur hverfa von og trú
hungrið eftir þér er hugarfjötur
held í það eitt að bráðum kemur þú

Ljós og skuggar lýsa okkur tveimur
í ljúfum draumi mætast hvítt og svart
nú er nóttin allur okkar heimur
njótum þar til morguns verður vart

Lyftir þú mér upp í hæstu hæðir
hentist ég þar fram af eigin raun?
Hét að huga mínum aldrei næðir
en hjarta mitt, það gaf sér þig á laun  
María Magnúsdóttir
1984 - ...


Ljóð eftir Maríu Magnúsdóttur

Öldurnar
Kaldhæðni
Ungfrú Framtíð
Hættu
Tilfinningarnar
Grár himinn
Hann
Klósett-iða-hring-iða
Örmagna
Ein
Brosið þitt
Vetrarbæn
Lítið bænastef
Kröfur á íslenskan karlmann
barki látúns án tjúns
Feita barnið
Óvæginn hégómi
Landinn
Stór orð
Hárbeitt ævintýri
Lygi
Fortjaldið
Nornaseyði
Frímerki
Jólagjöf alþingis
Afturhald
Leikur
Sérðu þær ekki?
Ljós og skuggar
Get ekki meir
Angur