Kollhnís
Raunveruleikinn fer í kollhnís
þannig að öll mín trú brestur
og hjarta mitt er skilið eftir bert.

Ringluð stend ég eftir á fjallstindi
án þess að vita hvernig
ég komst þangað upp.

Aldrei hef ég verið eins hjálparvana
með hjartað nakið á útopnu
fjallið grætur með mér.

Áður var ég full af hlýju og ást
en nú hefur hryggðin gagntekið mig
ég leggst vanmátta á jörðina.

Hjartað liggur sært við hlið mér og kvartar
ég neita að hlusta á það
og kasta því fram af brúninni.

Ég vil ekki horfast í augu við fallið niður
svo ég loka þeim og geng blint afturábak
inn í tvísýna framtíðina.




 
Berglind Ósk Bergsdóttir
1985 - ...


Ljóð eftir Berglindi Ósk Bergsdóttur

Dauðinn
Berorðað
Kuntulaus hóra
Þunglyndi
með tímanum
Lífsspeki
Nýöld er köld
“Það varð slys..”
Ástarbrum
Okkar ást
Skaut framtíðar
Ástarsorg
ljóð.is
Leyndarmálið
Eitt andartak
Tær ást
Ríma til þín
Óöryggi
Biðstaða
Ein ég sit og surfa
Í hjarta mér þú dvelur
Þrá eftir því ófáanlega
Ást í takt við lífið
Venslin okkar
Fingraleikfimi
Eftir að þú ferð
Ástríður
Ástarspilið
köfnun er nú ekkert svo slæmur dauðdagi
Er það ekki?
Þinn missir
Söknuður II
Kollhnís
Óskila(ð)hjarta
Framhaldssaga
.....
Haustkvöld