Álfamærin
Úti´ í blárri fjarlægð býr álfamærin góða
og orðsendingu golan frá henni til mín ber:
Komdu ég kalla´ á þig
komdu og hittu mig.
Hérna á ég eitthvað sem ég ætla´ að gefa þér.

Ljúft er því að hlýða að leggja´ á nýja vegi
á leiðarenda álfamær fögur væntir mín.
Handan um höf og fjöll
heillandi berast köll:
Þetta sem þú átt að eiga alltaf bíður þín.

Og eftir grýttum brautum ég áfram verð að halda
en ekki finn ég hana sem kallar mig til sín.
Gangan svo örðug er.
Alltaf jafn langt frá mér
álfamærin glettna geymir gjöfina til mín.
 
Ragnar Böðvarsson
1935 - ...


Ljóð eftir Ragnar

Söngur melsins
Kvöldganga
Mánaspjall
Þróun
Tamning
Hringfætla
Í Nólsey
Drög að mansöng
Heimferð
Í búrinu
Sjómannasöngur frá Flandern
Dísin (1968)
Til náungans (1960–1970)
Hvers vegna? (um 1965)
í orðastað stjórnmálamanns
Samhljóðavísur
Álfamærin
Glefsur
Bragreglur
Haustljóð
Nýtt Kötukvæði
Afmæliskveðja
Í Eldhrauni (2008)
Öngstræti
Minningar sægreifans
Úr stjórnmálalífi
Eitt er öruggt
Oddaflug
Eldhúsdagsumræður júní 2011
Sumar 2011
Kveðja gests
Haust 2011
Sólhvarfaljóð
Ráðaleysi
Endarímið góða
Andvaka
Köllun
Norðurferð