#3
Hafið dreymir í landinu
og á hafnarbakkanum situr verndarengillinn
hlekkjaður við krana vandlætis
íklæddur myrkri hins hugsandi manns

vanþekkingin birgir honum sýn
og hafið hleypur niður í kjallara
í stríðum straumum
um kolastokkinn
í mörgum fögrum litum
líkt og sjálf þekking hins sturlaða manns

hafið hefur allt á hornum sér
blandar táknum við trú
og tærist

uppþurrkaður er nú hinn gamli farvegur
frjórrar hugsunar
ís framtíðar hefur verið hreinsaður
og bræddur niður
klofinn milli tveggja heima skáldskaparins

í fjarska gellur öskur sem enginn heyrir
það virðist enginn hlusta
á langspil langlundargeðs
í fyllingu tímans  
Kristján Sigurðarson
1988 - ...


Ljóð eftir Kristján Sigurðarson

mótun hugans á himnum í vökvaformi með rjómasósu
ljóð dagsins
botnlausar tunnur
kalt
jólasería
laugardagur
#1
Í polli minninganna
#3
Höfuðverkjarheljarþröm
Líkar
bitlaus
sumardagur
ég horfi
upp
Nei
ást
rúmið
tunna
meira
hungur
hið lágæruverðuga
svitasól
#5
#6
#7
#8
#9
#14
mig langaði alltaf að verða ljóðskáld
nýtt líf
plastþræll
silfur
snje
stríð
þekking
sameiginlegt
í kvöld
áætlun
Astarta
gos
flipp
ferðin
sjálfsmynd / skáldsmynd