Vökuljóð á skerplu
Vindurinn á glugga gnauðar.
Glamra lokuð rimlatjöldin.
Allar flugur eru dauðar.

Það er reimt og kalt á kvöldin.
Konan mín er ekki heima.
Ofsahræðsla hrifsar völdin.

Úti klámsöng kyrja breima
kettir sem að vekja alla.
Draug við rúmið sé ég sveima.

Einn ég heima sit og svalla.
Sækir að mér þögult húmið.
Aftur tómleg augun falla.
Aleinn skríð ég loks í rúmið.  
Jón Ingvar Jónsson
1957 - ...


Ljóð eftir Jón Ingvar Jónsson

Kvöldvísa
Netsonnetta að nóttu
Íslenskt morgunljóð
Til móður minnar
Aðventuljóð
Björn Hafþór fimmtugur
Óður til Þjóðkirkjunnar
Vökuljóð á skerplu