nóttin
Nóttin gerir snjóinn bláan
Seríurnar lita hann bleikan
Hjartað mitt slær hratt
Finn hvað það er glatt
Þetta var svo löng bið
ég stend þér við hlið
Og horfi á snjóinn falla
Mig langar að kalla
Svo allir heyri
Ást mín gæti ei verið meiri
„ég elska þig!“
Ég finn að þú horfir á mig
Ég stend þér við hlið
Allt er svo fullkomið

Augun opnast
Ég hélt ég myndi fá kast
Ég leit í kringum mig
Og vonaðist til þess að sjá þig
Ég lagðist aftur og táraðist
því þessi draumur kláraðist
sama hvað ég reyndi
ég réð engu um það hvað mig dreymdi.
 
Jenný Heiða
1993 - ...


Ljóð eftir Jenný Heiðu

pabbi
bíð
..
söknuður
Botn í eyjafirði
Nýja íbúðin
helvítis nóttin
pabbi pabbi.
kveðjustund
fyrsta skot
tómarúm
nóttin
ástin mín