Fjöruborðið
Á ströndinni ég hitti þig
Við öldurót þú kysstir mig.
Nálægt ystu sjónarrönd
Við héldumst þarna hönd í hönd.

Hjartað þitt og augun blá.
Bros þitt fyllir hjartans þrá.
Þú verður alltaf stúlkan mín
Maríanna ég sakna þín.

Þegar nóttin gerir um sig vart
Og myrkrið grúfir yfir svart.
Þá hafið bláa hugann dregur
Ósköp get ég verið tregur.
 
Birgir Örn
1978 - ...


Ljóð eftir Birgi

Fjöruborðið