þjóðardallurinn
Á þjóðarskútunni er áhöfnin þreitt
þjáist af skyrbjúg og skorti.
Séniver er ekki af sanngirni veitt
siglt eftir úreltu korti.
Skipstjórinn blindur og sér ekki neitt
sat fullur í stefni og orti.

Helvítis dallurinn siglir í hring
heyrast menn kvarta og kveina.
Skipstjórinn syngur um þjóðlagaþing,
hve þung byrðin þjakar hann einan.
Huggar hann fáa, því sjá menn í kring
hákarla, stormsjó og steina.

Mórallinn mun því allt nema hár
en mönnunum skipað að standa.
Muldrar einn skipverjinn, gamall og grár:
Æj góði, leif mér að anda.
látum þá sjálfa þræla við ár
þeim sem langar hvað mest til að stranda.  
siggi gúst
1986 - ...


Ljóð eftir sigga gúst

platinum
óskabarn íslands
sköpun drottins
ísbjörninn
eldgosið
Juris menn
Hjátrú
ctrl, alt, del
róstur
lúrinn
Eilífðin
charlie sheen
þjóðardallurinn