Leiði
Sumir segja að lífið sé eins og sígaretta
Þó þú reykir hana ekki þá brennur hún samt upp
Mér líður eins og móðir mín hafa kveikt í handa mér
En ég neita að reykja

Leitin að hamingjunni er eins og að trúa á jólasveininn
Ómögulegt og endalaust
Af hverju að leita?
Þetta er bara tilfinning og ég á nóg af svoleiðis.

Allt sem ég geri er litið illu auga
Allt sem mig langar að gera virðist vera ómögulegt
Allt sem ég hef gert skiptir mig engu máli
Allt sem ég á eftir að gera virðist einskis virði

Ég á tómt herbergi sem ég fylli reglulega með breytingum
Breytingar eru tímabundin gleði
Ég vil bara fylla herbergið og læsa
En ég virðist ekki finna lykilinn

Það sem fékk mig til þess að brosa áður kemur mér ekki við núna
Sumir telja eina ráðið að láta vitringa tala sig til
Gera eitthvað svo tilgangslaust að einhverju svo mikils virði
Get ég aldrei orðið þakklát fyrir að eiga allt og skorta ekkert?

Allt sem ég geri er litið illu auga
Allt sem mig langar að gera virðist vera ómögulegt
Allt sem ég hef gert skiptir mig engu máli
Allt sem ég á eftir að gera virðist einskis virði  
Eva Margrét
1992 - ...


Ljóð eftir Evu Margréti

Leiði
Lífið
Ætíð man þig
Heima