Ræðarinn
Í djúpbláum mar speglast móðurjörðin
Er vaskur ræðarinn leggur af stað
Skipið það gárar silkisléttan fjörðinn,
og sísoltið mávager umkringir það


Rúmsjó hann rösklega sækir
Róður er björg færir bú
Hlutverk sitt hann ei vanrækir
Höndum hörðum í góðri trú

Vetrarhvelfing skartar slæðum grænum
Er sáttur á heimleið rær
Auðmjúkur gleðst yfir afla vænum
Alein hans bíður, elskuð vanfær mær  
Brynjar Júlíusson
1972 - ...


Ljóð eftir Brynjar Júlíusson

Bakkus
Ræðarinn
Hann lifir
Hjartasorg
Græt þig enn
Snjóalög hugans
Sandurinn og hafið
Náðun
Lífsins feigðar vindar
Styttir upp á ný
Frelsarinn
Blómið