síðdegis
og enn skín hún yfir eggjunum
þótt kulið sé byrjað að næða

bíllinn sem þyrlar rykinu
utar í firðinum
mun brátt renna í hlað
með tíðindin í farteskinu

svartur síminn
á veggnum í holinu
enn í lagi

þó fáir hringi í hjónin nú til dags
og tréhesturinn standi óhreyfður
í skápnum undir stiganum

- - -

enn nálgast hann óðfluga

fréttirnar munu senn gnæfa
yfir rökkvuðu hlaðinu
og bera við gráan himin
upp af fjórum svörtum
sólum

 
Hjörvar Pétursson
1972 - ...
Birtist í Blánótt, ljóðasafni Listahátíðar 1996


Ljóð eftir Hjörvar Pétursson

síðdegis
í litlu þorpi
ökuljóð (I)
ökuljóð (II)
ökuljóð (III)
eftirleikur
Gunnar er enn heill heilsu
Pissusálmur nr. 51
þar sem þið standið
erótómía
heiði
lyst
paradísarhylur
kveðja (III)
djöfullinn er upprunninn að neðan