Héraðið
Hér sést ei sjór
Hér syndir ormur stór
Hér í tíð og tíma
Hér töluðu í síma
Hér er mikil mennt
Hér mikið getur fennt
Hér synda á sundi
Hér sitja marga fundi
Hér gættu menn fjár
Hér lækna menn sár
Hér búa fögur fljóð
Hér fræg voru ort ljóð
Hér eru hin helgu vé
Hér ei langt frá KHB
Hér eru góðir læknar
Hér og betri meinatæknar
Hér senda sumir póst
Hér líta sáralausir á hóst'
Hér eru líka leysi hjóna
Hér var lítil stofa prjóna
Hér er líka laglegt skass
Hér lék Ísleifs Árni djass
Hér fara margir menn ferða
Hér minna sig passa verða
Hér hýrast á hótelum gestir
Hér hreppa menn engar pestir
Hér grær landsins stærsti skógur
Hér situr mannsöfnuður nógur
Hér virkja menn vatnið
Hér vona allir að þið batnið
Hér um skóga geta menn skokkað
Hér hafa menn rjómann strokkað
Hér skín oftast sól og sæla
Hér sjást engir væla
 
Fr. J. Áls
1977 - ...
Sveitasöngur?
Það var 1997
sem haldið var
upp á afmæli rétt eins og gert var 1987,
það var gaman
sögðu allir saman
sem að mættu þar.


Ljóð eftir Fr. J. Áls

101 RVK - 17. júní 2001
Óspakseyri
Rækjuregn -bara ef svo væri
Bitlingamaðurinn
Frjáls samkeppni ehf.
lofið orðið orð
Samhengi mótsagna
æði - gæði - hæði
Ungfrú Akureyri???
Eðalguðaveigar eður eitur?
G - Súr(s)
XXX-naz á ferð um landið
Göfga öfgar ?
Þrætugirni
Argaþras um arf
slæmar fréttir að utan
Fyrsta skrefið
Til tölvunnar, kerfisins og starfsfólksins
Spurningur
Úr Sögu(m)óð(um) Þorgeirsvaka
Úr Sögu(m)óð(um) ævintýrið ákveðið
Úr Sögu(m)óð(um) þrengingar
Qýz - Cauz - Kozið
Hljóðneminn á Austurvelli opinn
Úr sögu(m)óð(um) pústrar, ærsl og læti
Kosningarétturinn heiðraður á kvenréttindadegi
Stofnfundarstaka
Mulningur
Yfirlegulaust
Héraðið
Nokkurn vegin
Pakkhússsyndir
Vinir
Örari
Þú, fyrir þig, handa þér, til þín
Dalurinn svell kaldi
Mázatlan
jóðl Kela kalls Flóka-nafna
Ingólfsfóstur