Hugsun sem ekki má
Það er stormur í huga mér
hugsanir mínar fjúka um í óreiðu
Eg reyni í ofboði að fanga, eins og eina
bara eina...
Sem ég get staldrað við
í þeirri von að storminn lægi

Eg fálma en hef ekkert hald
hugsanirnar renna úr greipum mér
hjartað hamast í brjósti mér
vonleysið nær tökum...
og ég hugsa þá hugsun sem ekki má...
 
Broskarl
1962 - ...


Ljóð eftir Broskarl

Hugsun sem ekki má
Örþrifaráð
Missir í sorg
Til Friðnýjar og Ísólfs
Und á sál
Norwich City
Óvæntur glaðningur
Bæn
Æskuminning
Í minningu Soffíu frænku