Kveðja til ástvinar
Þú ert uppáhaldsstundin mín
sú fegursta af öllum
alla tíð minnir líf mitt á þig.
Minningin í huga mér
brýst út á dimmu vetrarkvöldinu
þar sem þú varst vanur til að vera til hjálpar mér.

Ég sá þig í fjallinu ásamt hinu liðinu
þú veifaðir mér frá heimkynnum þínum og brostir.
Ég brosti til baka, ánægð vitandi um það að þú hafðir það gott.

Þú hafðir verið að lesa dæmisöguna
um hann Magnús í fjallinu
sem hafði drukkið sig í hel,
hann var ekki á meðal ykkar
og það bentirðu mér á.

Svo frá staðnum í myrkrinu
sveifstu yfir fjörðinn
og kvaddir mig á þinn hátt
með kærleika og hlýju
og ruddir um leið nýja braut
í hjarta mér  
Finney Rakel
1983 - ...
hmmm... þetta samdi ég 20.desember 1998 þá 15 ára eða fyrir fjórum árum síðan stödd á Ísafirði. Ljóðið tengist mikið
minni innri líðan þá svona eftir að hafa misst einhvern mjög nákominn
allur minn réttur áskilinn
Krókodílatár 1999


Ljóð eftir Finney Rakel

Viðhald
FrostFugl
Kveðja til ástvinar
Hraun
Fjaður
sumar
hugarangur
27.október 2002 Sunday, Bloody Sunday
Hughrif
vængbrotinn
o f u r l i ð i
leigubílaferð
S22
Gleymdur lykill
Úrklæðsla
Persónuleikinn sem dó
Birting