Djásn
Ljóminn í augunum
lífsgleði sveipar.
Litfegurð þeirra
er mannanna skraut.
Brosið er dýrmætur
demantur lífsins.
Djásnið sem mannkyn
við fæðingu hlaut.

Gefðu mér brosið
já, gleðina sjálfa.
Gjöfina einu
sem kostar ei neitt.
Gefðu mér djásnið
hið dýrmæta eina,
demantinn þann
sem fær hamingju veitt.  
Jóhann Guðni Reynisson
1966 - ...


Ljóð eftir Jóhann Guðna Reynisson

Djásn
Lyngyndi
Vatnið
Ávextir
Þokan
Sólin og hafið
Glæsta jurt
Lífsgæðavalsinn
Þú
Vetrardætur
Þau
Amen