Tökubarn
Lítil stúlka leikur sér í sandinum
saklaus augu
mjúkar hendur
sem láta sandkornin smáu
smjúga gegn um fingurna
stúlkan hlær.
Raddirnar.
Hræðsla í augum
hnefarnir kreppast um fíngerðan sandinn.
Raddirnar koma nær, nær
þær hrópa;
tökubarn, tökubarn, þú ert tökubarn.
Litla stúlkan hniprar sig saman
grípur um eyrun
vill ekki heyra
vill ekki sjá.
Skilur ekki grimmd mannanna
 
Hlíf Anna Dagfinnsdóttir
1951 - ...


Ljóð eftir Hlíf Önnu Dagfinnsdóttur

Upphafið
Tökubarn
Söknuður
Desember