Lífsmynd
Á striga mála ég;
heiðan himinn, bjarta sól,
lygnan sæ, fjarskablátt fjall.
Ilmandi blóm, fagurgrænt gras.
þessa mynd vil ég gefa þér.

Á striga er málað með
sorgarinnar litum;
Þungur og grár himinn,
þungir regndropar
sem berja líkama þinn.
Þú, stendur einn, varnarlaus,h
hleypur undan regninu
sem berja þig.

Þú veist ekki hvaða leið skal fara
eða getur ekki valið.

Ég vildi geta tekið í hönd þér,
vísað þér í rétta átt,
en aðeins þú veist svarið.
Mig langar að leiða þig,
úr þrungnu málverki þínu
í björtu myndina mína.

Myndir okkar eru ólíkar,
erum sitt hvorum megin
á sama striganum.
Önnur lífsmynd.  
Elín Ýr Arnardóttir
1976 - ...


Ljóð eftir Elínu Ýr Arnardóttur

Strönd lífsins
Lífsmynd