Fortíðarfjandi
eflaust mér illa gengur að reyna
í þessari vímu þér að gleyma
en vertu þó viss um,
þú færð mig aftur
ég sigrast á þessu með þér,
lífsins kraftur.

í herbergi mínu við berjumst nú saman
gegn ljótum myndum það er ei gaman
að lafa eða stökkva það er ei málið
í afmæli á morgun,
eða skjóta af mér kálið.

á endanum við munum saman liggja
í sælu eða dauða og með honum tryggja
að lífið hefði runnið sitt skeið á enda
æ góði guð hjálp,
þú verður mér að senda.

bankað á dyrnar mér brá örlítið
hann vildi fá að snæða,
það er ekkert skrítið
að fara frá drengnum
ég hlít að vera óður
á morgun ætla ég mér,
að vera orðinn góður.

nýr dagur er risinn og léttari er lundin
víman farin og snaran ei bundin
halda mér hreinum það er nú málið
snáðinn mér bjargaði,
að ég fór þá á bálið.

heyrðu mig vinur og hlustaðu á mig
heilræði þessi ættu að slá þig
hættu að sprauta og troða í nefið
og við fjandann skilur og dauðabeðið.  
Guffi Prjónn
1979 - ...
skáldskapur og ekkert annað ..


Ljóð eftir Guffa Prjón

Fortíðarfjandi