Bjartsýni
Ég fyllist bjartsýni
þegar ég fyllist af huglægri ró
Þegar kyrrðin, og friðurinn
umlykur mig með eftirvæntingu fyrir
deginum í dag, og morgundeginum
Næringin af íþróttariðkun
fyllir mig lífsþrótt,hugrekki og kjark.
Útgeislun endurspeglast í andlitinu
eftir ánægjulega útiveru í formi
göngutúr, sundiðkun, eða teygjuæfingum.
Ég finn fyrir frið, þegar hljótt
er í kringum mig.
Ég finn fyrir frið, þegar ég næ
að tengja mig við bjartsýni dagsins í dag, og dagsins á morgun.
Eftirvæntingin fyrir hlutum hefur
breyst. Dagurinn í dag mun verða góður
því hið innra líður mér vel.
 
Ólafur frá Lækjarhvammi
1976 - ...


Ljóð eftir Ólaf Sigurðsson frá Lækjarhvammi

Bjartsýni