Stefán frá Hvítadal
Þróttleysi
Hún kyssti mig
Haustið nálgast
Ég vil burt
Vorsól
Erla, góða Erla
Yfir lífsins svörtu sanda
Gleð þig, særða sál
Aðfangadagskvöld jóla 1912
Meira um höfund:

Stefán frá Hvítadal fæddist í Hólmavík við Steingrímsfjörð 16. okt. 1887. Að mestu ólst hann upp hjá Jóni Þórðarsyni, frænda sínum, í Hvítadal í Saurbæ. Sautján ára gamall flutti hann að heiman og lagði stund á prentnám. Frá því þurfti hann snemma að hverfa sökum fótameins, sem olli því að hann missti hægri fót ofan við ökkla um tvítugt og gekk við gervifót síðan. Árið 1912 fór Stefán utan til Noregs. Þar smitaðist hann af lungnaberklum, sem hrjáðu hann til æviloka.
Árið 1919 gekk Stefán að eiga Sigríði Jónsdóttur frá Ballará á Skarðsströnd og áttu þau tíu börn. Eftir Stefán liggja fjórar ljóðabækur auk fjölda kvæða og ljóða sem birtust í blöðum og tímaritum.