Demantur Drottins
Demantur Drottins

Ég sit flötum beinum á gólfinu hér heima
Líkami minn er skjálfandi og veikburða
Sál mín óttaslegin og órólega
Ég veit ekki hvert líf mitt stefnir
Hvert þú ert að leiða það, Drottinn minn

Að lokum leggst ég á hnén í bæn til þín
Ég gef þér ótta minn við að standa ein
Ég sé hann sem stórt æxli í lífi mínu
Ég tek æxlið, legg það við krossinn þinn
Bið þig að fylla gatið þar sem það var

Ég sé blóð þitt renna eftir bakinu mínu
Eins og skjöldur umvefur það mig sterkt !
Öryggis tilfinning umlykur anda minn
Ég sé þig koma með demant
Og setja í gatið þar sem æxlið var

Ég spyr þig hvað þessi demantur tákni
Þú segir að hann sé kærleikur og friður
Þá finn ég frið fylla anda minn og líf
Fullvissan um að allt fari vel,
Þegar ég stend upp,
veit ég að þú sérð um mig
Ég er í þinni hendi sama hvernig fer
Á ég alltaf ÞIG til að halla mér að.

Elfa 2004
 
Elfa María
1978 - ...
Ég stóð á krossgötum í lífinu þegar þetta er skrifað og allt var að breytast sem ég hafði stólað á - þá þurfti ég á einhverju að halda sem myndi ekki bregðast- þá hallaði ég mér að Guði og hann brást mér ekki.


Ljóð eftir Elfu Maríu

Styrkur minn er
Syndir mínar bar
þú
þú ert
Sár misnotkunnar
Kveðjan mín
lækning sáranna
stöðug með þér
Fegurð
Syndaböndin
Þreyta
Demantur Drottins
Einstakur Drengur
Glerbrot sálarinnar
Tár streyma
Hvar varstu Jesús ?
Þjónn Guðs
Tré Drottins
Eldur Drottins
Veikindi
Uppsprettulindir
Rökkur stund
Áfall og Guð
Frú Höfnun
Græsla Guðs
Viðbjóðsleg setning
litli hræddi fuglinn
konan
alkaljóð
kveðjustund-Kristín Björk
Áætlun Guðs
feikirófa
hvar varstu móðir ?
Litli hræddi fuglinn
litla tætta stelpan
lífisins stormur
vansæla konan
kærleiksblóm