hvar varstu móðir ?
Hvar varstu móðir ??

Hvar varstu móðir ?
Er þarfnaðist ég þín
Í vinnu eða upptekin
Ég sat eftir ein - án ástar

Hvar varstu móðir?
Þegar frændi meiddi mig
Blind og dofin
Ég sat eftir ein - fann svo til

Hvað gerðirðu móðir ??
Er ég sagði þér frá
Ofbeldinu sem frændi beitti mig
Ekkert, sagðir þetta misskilning
Ég sat eftir ein - ásakaði mig

Hvar varstu móðir ??
Er maðurinn þinn nauðgaði mér
Niðri í þvottahúsi eða á fundi
Ég sat eftir ein - með eitraða skömm

Hvað gerðirðu móðir ??
Er sagði ég þér frá
Því sem maðurinn þinn gerði mér
Í mörg ár, káfinu og ógninni
Þú fyrirgafst honum og hafnaðir mér
Ég sat eftir ein - hafnaði mér líka

Hvar varstu móðir ??
Er þarfnaðist ég ráðlegginga
Um uppeldi, hjónaband, lífið
Upptekin við að sinna þínum þörfum
Ég sat eftir ein - reyndi að standa mig vel

Hvað gerðirðu móðir ??
Er bað ég þig að velja
Milli mín og mannsins þíns
Einn dag - brúðkaupsdaginn minn
Þú valdir hann og hafnaðir mér
Ég sat eftir ein - ásakaði mig

Hvar ertu móðir ??
Er þarfnast ég þín í dag
Upp í mósó hjá manninum þínum
Ég sit eftir ein – með Guð mér við hlið

Hvað gerirðu móðir ??
Er geri ég mistök í dag
Þú lætur rigna á mig ásakanir
Svo reynir þú að breyta mér
Ég sit eftir ein – þrái losna við þig

Ég get ekki móðir umgengist þig
Það eru takmörk
hve mikið þú færð að meiða mig
Ég bið til Drottins að hann passi þig
Og eftir sit ég ein – þakklát að losna við þig.

Elfa – 14.3 2005



 
Elfa María
1978 - ...


Ljóð eftir Elfu Maríu

Styrkur minn er
Syndir mínar bar
þú
þú ert
Sár misnotkunnar
Kveðjan mín
lækning sáranna
stöðug með þér
Fegurð
Syndaböndin
Þreyta
Demantur Drottins
Einstakur Drengur
Glerbrot sálarinnar
Tár streyma
Hvar varstu Jesús ?
Þjónn Guðs
Tré Drottins
Eldur Drottins
Veikindi
Uppsprettulindir
Rökkur stund
Áfall og Guð
Frú Höfnun
Græsla Guðs
Viðbjóðsleg setning
litli hræddi fuglinn
konan
alkaljóð
kveðjustund-Kristín Björk
Áætlun Guðs
feikirófa
hvar varstu móðir ?
Litli hræddi fuglinn
litla tætta stelpan
lífisins stormur
vansæla konan
kærleiksblóm