Svalhöfði
andi liðinna ára
kom aftan að mér síðustu nótt
laumaði sér niður um hálsmál mitt

smaug
inn á milli
herðablaðanna

hótaði að
reyra mig niður
og sýna mér

svart - á hvítu - söguna alla

* * *

ég hrökk upp með andfælum
málaði veggina
myrkri

setti svart
utan um dýnuna
blúnduofið bláfjólurökkur
utan um sængina og svæfilinn

og rétt áður en ég lagði aftur augun
tók ég niður tunglið

kæfði glóð stjarnanna

dreypti loks bleki í hvítu augnanna
til að tryggja að allt yrði
örugglega

almyrkvað
 
Hugskot
1958 - ...
desember 2007

allur réttur áskilinn höfundi


Ljóð eftir Hugskot

Sólsetur
eins og fiðrildið
þú mátt!
pestarbyrjun
afdrep hugarflugunnar
gleymska
vorkvöld
orðvana
poppheimurinn
rætur
þurrð
fyrsti snjórinn
hvítskúrað
fingraför
ved dyrehavsbakken
blossi
leiði
lífslygin
von
yrkisefni alvöru ljóðskálds
haustregn
oddaflug yfir lauginni
á áætlun ?
Bankastræti
Pollýanna
raf magn
almannarómur
eins og álfur út úr hól
í lagi
risessan
kampavínshaf
Regnbogamynd úr Þverholtinu
Svalhöfði
Kári
íslenskt vor
morgunkoss
haust
hauststilla
biðstöð
time flies
júlídagur
andans þoka
dagrenning í lífi letiskálds
nafli alheimsins
frasar
aðventublús